A! Gjörningahátíð

Nói Björnsson kjörinn formaður ÞórsMynd: Thorsport.is

Nói Björnsson kjörinn formaður Þórs

Aðalfundur Íþróttafélagsins Þórs fór fram í Hamri síðastliðinn fimmtudag. Þar var ákveðið að Nói Björnsson taki við af Þóru Pétursdóttur sem formaður félagsins, en Þóra verður áfram í stjórn félagsins. Þetta kemur fram á vef félagsins.

Á fundinum fór Þóra Pétursdóttir, fráfarandi formaður, yfir starfsárið fyrir hönd aðalstjórnar Þórs, stiklaði á stóru varðandi ýmis mál og kom meðal annars inn á það að í næstu viku muni starfshópur á vegum félagsins eiga fyrsta formlega fundinn með fulltrúum Akureyrarbæjar vegna uppbyggingar á íþróttasvæði félagsins og er þá helst vísað til lagningar gervigrass og byggingar íþróttamiðstöðvar þar sem áhersla félagsins verður á að fá allar deildirnar og aðstöðu þeirra heim á félagssvæðið við Hamar. 

Unnsteinn Jónsson gjaldkeri fór yfir reikninga félagsins og afkomu einstakra deilda. Rekstur og afkoma er mjög mismunandi á milli deilda og til dæmis standa tvær af yngstu deildum félagsins, píludeild og rafíþróttadeild, mjög vel og rekstrarniðurstaða jákvæð. Fjölmennari deildirnar, handknattleiksdeild, körfuknattleiksdeild og knattspyrnudeild, eiga allar á brattan að sækja og afkoma þeirra misjafnlega slæm.

Ingi Steinar Ellertsson gaf ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu og kemur Sigurður Bjarnar Pálsson inn í hans stað. Eva Halldórsdóttir, Unnsteinn Jónsson, Íris Ragnarsdóttir, Þorgils Sævarsson, Ragnar Níels Steinsson og Jakobína Hjörvarsdóttir verða áfram í stjórn félagsins.

VG

UMMÆLI

Sambíó