Gæludýr.is

Anna María Alfreðsdóttir í 5 sæti í liðakeppni á Evrópubikarmótinu í Bretlandi

Anna María Alfreðsdóttir í 5 sæti í liðakeppni á Evrópubikarmótinu í Bretlandi

Anna María Alfreðsdóttir keppti á Evrópubikarmótinu í Bogfimi í Bretlandi í vikunnu. Hæsta niðurstaða hennar var 5. sæti í liðakeppni.

Eftir undankeppni mótsins keppti Anna ásamt trissuboga kvenna liði gegn Þýskalandi í 8 liða úrslitum. Stelpurnar leiddu leikinn með 4 stiga forskot 107-103 eftir að tveim af fjórum umferðum var lokið. En þær Þýsku sóttu á í þriðju umferðinni og jöfnuðu leikinn og áttu svo betri síðustu umferð. Þær þýsku sigruðu leikinn að lokum 211-207. Anna endaði því í 5 sæti ásamt liðsfélögum sínum Freyju Dís Benediktsdóttir og Eowyn Marie Mamalias.

Anna keppti tvisvar í einstaklingskeppni á mótinu, einu sinni á Evrópubikarmótinu og einu sinni sem hluta í European Games Qualification Tournament, sem er sér mót en haldið til hliðar við Evrópubikarmótið. Þar var keppt um síðustu þátttökurétti á Evrópuleikana 2023 sem átti eftir að úthluta.

Á Evrópubikarmótinu keppti Anna gegn Grace Chappell frá Bretlandi, Heimakonan átti betri leik og vann 137-131. Anna var því sleginn út og endaði í 33 sæti Evrópubikarmótsins.

Á undankeppnismóti um þátttökurétt á Evrópuleikana 2023 keppti Anna gegn Julia Boehnke frá Þýskalandi. Þar átti sú Þýska góðan leik 139-132 og Anna því sleginn út. Anna endaði í 17 sæti í undankeppni Evrópuleikana og náði því ekki að vinna þátttökurétt fyrir Ísland að þessu sinni.

  • 5 sæti í liðakeppni (3kvk)
  • 17 sæti í einstaklings undankeppni Evrópuleikana
  • 33 sæti í einstaklingskeppni
Sambíó

UMMÆLI