Nýstofnað Pílufélag Dalvíkur heldur sitt fyrsta mót á laugardaginn. Félagið fékk aðstöðu í „nýju“ kaffistofunni í „gamla“ frystihúsi Samherja á Dalvík á dögunum.
Félagsfólk málaði kaffistofuna og sjö píluspjöld hafa nú verið sett upp, auk nauðsynlegs búnaðar.
„Þetta er hreinlega mögnuð aðstaða, við gátum ekki fengið betra húsnæði. Hérna er opið tvö kvöld í viku og stundum oftar, iðkendum fjölgar jafnt og þétt. Við getum litið á þetta fyrsta mót okkar sem vígslu á aðstöðunni og ég veit að það verður góð stemning. Stuðningur Samherja hefur sannarlega hitt beint í mark,“ segir Jón Sæmundsson sem er í stjórn Pílufélags Dalvíkur.
UMMÆLI