Framsókn

Skiptinemar standa fyrir kvenlegri stuttmyndasýningu í Háskólanum á Akureyri

Skiptinemar standa fyrir kvenlegri stuttmyndasýningu í Háskólanum á Akureyri

Skiptinemarnir Iris, Paulina, Lila og Salomé hafa ekki setið auðum hönum síðan þær komu sem skiptinemar til Akureyrar á dögunum. Iris, Salomé og Lila komu frá Frakklandi sem skiptinemar við HA og Paulina kom frá Póllandi.

Fimmtudaginn 13. apríl milli kl. 17 og 19 standa þær í samvinnu við Akureyrarbæ og Háskólann á Akureyri fyrir stuttmyndasýningunni Ad Hoc. 

Vinkonurnar deila ástríðu fyrir kvikmyndum og eftir mikla íhugun ákváðu þær að bjóða upp á kvikmyndir frá mismunandi löndum sem eru allar leikstýrðar af konum.

„Sem konur, femínistar og aðgerðarsinnar, viljum við að þessi sýning sé tækifæri til að varpa ljósi á starfið konur víðs vegar að úr heiminum. Kvikmyndirnar segja sögur frá ólíkum menningarheimum með einstöku sjónarhorni kvenna“, segir í fréttatilkynningu frá hópnum.

„Við viljum deila ástríðu okkar á kvikmyndum og á sama tíma leggja áherslu á kvikmyndir sem hafa verið framleiddar af konum. Sýningin og umræður í kjölfarið eru tækifæri fyrir okkur að eyða stund með íbúum Akureyrar.“

Sýningin fer fram í stofu M102 í Háskólanum á Akureyri og sýndar verða 7 stuttmyndir. Að loknum sýningum verður efnt til umræðu. 

Aðgangur er ókeypis og eru öll velkomin! Áhugasöm geta nálgast nánari upplýsingar og dagskrá hér.

VG

UMMÆLI