Framsókn

Leikskólabörn á Kiðagili opnuðu sýningu í MjólkurbúðinniMynd: Heiðrún Jóhannsdóttir/Akureyri.is

Leikskólabörn á Kiðagili opnuðu sýningu í Mjólkurbúðinni

Börn á deildunum Engjarós og Smára í leikskólanum Kiðagili opnuðu í gærmorgun sýninguna „Heimur og haf“ í Mjólkurbúðinni í Listagilinu. Börnin sýndu þar afrakstur vinnu með listamanninum Agli Jónassyni sem vann meðal annars tónverk með börnunum og tók upp sögur um hafið. Þetta kemur fram á vef Akureyrabæjar.

Sýningin verður opin almenningi næstu tvær helgar frá klukkan 14 til 17 en einnig er hægt að kíkja inn um glugga utan opnunartíma.

Barnamenningarhátíð á Akureyri hefst á laugardaginn með fjölda viðburða og stendur út allan aprílmánuð. Bent er á að skráning í listasmiðjur hátíðarinnar er í fullum gangi og margar hverjar að fyllast. Viðburðadagatal hátíðarinnar er að finna á barnamenning.is.

Hægt verður að fylgjast með uppákomum á Barnamenningarhátíð á samfélagsmiðlum Akureyrarbæjar á Facebook og Instagram. Einnig er mælt með að gestir hátíðarinnar noti myllumerkið #barnamenningak.

Fleiri myndir frá opnun sýningarinnar Heimur og haf má finna á vef Akureyrarbæjar.

VG

UMMÆLI

Sambíó