Helgi Rúnar fær fría gistingu á Tenerife

Helgi Rúnar fær fría gistingu á Tenerife

Helgi Rúnar Bragason mun gista í húsi Davíðs Kristinssonar og Evu Óskar Elíasardóttur á Tenerife. Davíð og Eva auglýstu fría gistingu í húsinu fyrir skömmu fyrir fjöl­skyldu með lang­veikt barn eða sem glím­ir við krabba­mein. 

Sjá einnig: Bjóða ókeypis gistingu á Tenerife

„Að geta fengið svona hús og boðið mín­um nán­ustu með mér er frá­bært,“ seg­ir Helgi Rún­ar Braga­son ,sem glím­ir við fjórða stigs krabba­mein í enn­is­hol­um og koki, í samtali við mbl.is.

Sjá einnig: Helgi hefur safnað tæplega 3 milljónum króna í Mottumars

Helgi mun fara út til Tenerife 17. apríl næstkomandi og gista í húsinu ásamt sínum nánustu. „Þetta er svo sann­ar­lega kær­komið. Sér­stak­lega þar sem krabba­meinið mitt er í enn­is­hol­un­um og ég á erfitt með önd­un. Það létt­ir svo mikið á að vera úti í hita,“ seg­ir Helgi Rún­ar í samtali við mbl.is þar sem er fjallað nánar um málið. 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó