Á morgun, miðvikudaginn 22. mars klukkan 8:30 til 12:30, fer fram málþing í tilefni af 20 ára afmæli Lagadeildar Háskólans á Akureyri. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og Berglind Ósk Guðmundsdóttir, alþingismaður eru á meðal þeirra sem tala á málþinginu.
Markmið málþingsins er að heiðra þau sem lögðu grunninn að velgengni deildarinnar ásamt því að dreifa þekkingu á þeim lagarannsóknum sem fræðimenn við Lagadeild HA eru að stunda. Bæði fyrrum og núverandi kennarar og stúdentar, ásamt öðrum sem hafa tengsl við Lagadeildina eða almennt við laganám á Íslandi, munu halda kynningar um ýmis lögfræðileg álitaefni á málþinginu.
Dagskrá
08:30 Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri – Setning málþings
08:40 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands – Forsetinn og stjórnarskráin – sjö árum síðar
08:55 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
09:10 Berglind Ósk Guðmundsdóttir, alþingismaður – Frá laganámi til lagasetningar
09:25 Júlí Ósk Antonsdóttir, aðjúnkt við Lagadeild og landsréttarlögmaður – Réttindi brotaþola
09:40 Birna Ágústsdóttir, sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra – Stafræn vegferð hins opinbera – hvers ber að gæta?
09:55 Aðalheiður Ámundadóttir, lögfræðingur og blaðamaður – Blaðamennska í óvinveittu lagaumhverfi – um lög og venjur sem hamla daglegu starfi blaðamanna á ritstjórnum landsins
10:10 Rachael Lorna Johnstone, prófessor og deildarforseti Lagadeildar – Pallborðsumræður
10:30 Kaffihlé
10:45 Mikael Karlsson, heiðursgestur, prófessor í heimspeki og fyrrverandi forseti Félagsvísinda- og lagadeildar HA – Um tilgang lagamenntunar
11:05 Nökkvi Alexander Rounak Jónsson, stúdent í framhaldsnámi við Lagadeild HA – Persónulegt laganám í hjarta Akureyrar
11:20 Ingólfur Friðriksson, deildarstjóri Evrópumála á viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins – Áhöld um innleiðingu bókunar 35 við EES-samninginn – Frumvarp til laga um breytingar á lögum um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 2/1993
11:35 Rachael Lorna Johnstone, prófessor og deildarforseti Lagadeildar – Heimskautaréttur eftir innrás Rússa í Úkraínu
11:50 Sara Fusco, doktorsnemi við Háskólann í Lapplandi og fyrrverandi LLM stúdent við HA – Eignarréttur frumbyggja á landi sínu út frá sjónarhóli stjórnskipulegrar umhverfisverndar
12:05 Valgerður Guðmundsdóttir, lektor við Lagadeild – Pallborðsumræður
Viðburðurinn er opinn öllum.
Samfélagsleg áhrif laganáms á Akureyri | Háskólinn á Akureyri (unak.is)
UMMÆLI