A! Gjörningahátíð

Nokkrar tilkynningar um að fólk sé að fara út á lagnaðarísinn á Pollinum

Nokkrar tilkynningar um að fólk sé að fara út á lagnaðarísinn á Pollinum

Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur varað fólk við því að fara út á ísinn sem hefur myndast á Pollinum við Akureyri undanfarna daga. Lögreglan segir í tillkynningu á Facebook að borist hafi nokkrar tilkynningar um að fólk sé að fara út á lagnaðarísinn á Pollinum.

„Bara svo að það sé sagt, það er hreint ekki öruggt svo ekki sé dýpra í árinni tekið, í raun mjög hættulegt. Ekki fara út á Pollinn–ísinn. Það er ekki tekið til baka ef þið fallið niður um vök og/eða undir ísinn. Bæði er sjórinn um frostmark og síðan er straumur í firðinum og ekkert víst að þið komist upp aftur og erfitt að ná til þeirra sem falla niður. Biðlum til foreldra að ítreka við börn sín að þetta sé afar hættulegur leikur,“ segir í tilkynningu lögreglunnar.

Á sunnudaginn sá sjónarvottur tvo unga drengi ganga út á ísinn austan við menningarhúsið Hof og gerði lögreglu viðvart. Hann segist í samtali við RÚV hafa fylgst með strákunum þar sem þeir gengu ákveðið út á ísinn, hlupu þar um og tóku myndir.

VG

UMMÆLI