Knattspyrnumaðurinn Aron Ingi Magnússon hefur yfirgefið ítalska liðið Venezia eftir tæplega átta mánaða dvöl og snúið til baka til Þórsara. Aron var lánaður frá Þór um mitt síðasta keppnistímabil. Þetta kemur fram á vef félagsins.
Aron Ingi mætti aftur til æfinga í Þorpinu í byrjun vikunnar og er kominn með leikheimild með liðinu. Hann verður því löglegur þegar Þór heimsækir Þrótt í Lengjubikarnum næstkomandi laugardag.
Aron er á nítjánda aldursári; hefur leikið 25 leiki fyrir meistaraflokk Þórs og skorað í þeim eitt mark. Hann á fjóra landsleiki að baki fyrir U19 ára landslið Íslands.
UMMÆLI