Framsókn

Nýtt hjúkrunarheimili á Akureyri – samið um stærri framkvæmd

Nýtt hjúkrunarheimili á Akureyri – samið um stærri framkvæmd

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri Akureyrarbæjar hafa undirritað samning sem kveður á um að nýtt hjúkrunarheimili sem byggt verður á Akureyri verði fyrir 80 íbúa í stað 60 samkvæmt eldri samningi. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á næsta ári og að heimilið verði tilbúið til notkunar árið 2026.

Hjúkrunarheimilið mun rísa við Vestursíðu 13 í Glerárhverfi. Áætlaður heildarkostnaður nemur tæpum 4,3 milljörðum króna sem skiptist þannig að 85% greiðast úr ríkissjóði en 15% greiðir Akureyrarbær. Við hönnun heimilisins skal fylgt viðmiðum ráðuneytisins um skipulag hjúkrunarheimila frá árinu 2022. Líkt og þar kemur fram er gert ráð fyrir að hjúkrunarheimilum sé skipt niður í nokkrar litlar heimiliseiningar með um 8-11 einkarýmum ásamt sameiginlegum rýmum fyrir íbúa og starfsfólk.

Sjá nánar á stjornarradid.is

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó