NTC

Helga Sóley verðlaunuð fyrir bestu smásöguna

Helga Sóley verðlaunuð fyrir bestu smásöguna

Helga Sóley G. Tulinius, nemandi í Menntaskólanum á Akureyri, fékk verðlaun fyrir bestu smásögu á framhaldsskólastigi í smásögusamkeppni Félags enskukennara á Íslandi í síðustu viku. Lesa má meira um smásagnasamkeppni í MA hér.

„Enskudeild MA hefur haldið keppninni mjög á lofti þar sem í skólanum er að finna mörg sem vilja spreyta sig í skapandi skrifum,“ segir á vef Menntaskólans á Akureyri.

Verðlaunaafhendingin var að venju hátíðleg og fór fram á Bessastöðum. Frú Eliza Reid afhenti Helgu Sóleyju verðlaunin fyrir smásöguna Boss’s Wife.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó