Framsókn

Skautafélag Akureyrar deildarmeistarar í kvenna- og karlaflokkiMyndir: Þórir Tryggva/sasport.is

Skautafélag Akureyrar deildarmeistarar í kvenna- og karlaflokki

Skautafélag Akureyrar eru deildarmeistarar í bæði karla- og kvennaflokki í íshokkí. Þetta varð ljóst um helgina þegar SA tryggði sér deildarmeistaratitilinn í Hertz-deild kvenna eftir tvo hörku leiki gegn Fjölni sem enduðu 4-2 og 3-0. SA Víkingar höfðu þegar tryggt sér deildarmeistaratitilinn en fengu bikarinn afhentan í gær eftir 5-2 sigur á Skautafélagi Reykjavíkur.

Katrín Rós Björnsdóttir skoraði tvö marka SA í gær og Aðalheiður Ragnarsdóttir eitt. SA endaði deildarkeppnina með 42 stig en Fjölnir var með 30 stig.  Úrslitakeppnin hefst á strax fimmtudag og er fyrsti leikur í einvígi SA vs Fjölnir í Skautahöllinni Akureyri kl. 19:30. Liðin eru búin að spila hnífjafna leiki í allan vetur og má búast við frábæri úrslitakeppni. 

Unnar Rúnarsson skoraði tvö mörk í leiknum, Uni Sigurðarson, Andir Mikaelsson og Gunnar Arason eitt mark hver. Róbert Steingrímsson var með 91.7% markvörslu í marki Víkinga en SA var með 24 skot á mark og SR 22 skot. SA Víkingar eiga einn leik etir af deildarkeppninni en hafa unnið 13 af 15 leikjum sínum í vetur. SA Víkingar mæta svo SR í úrslitakeppninni sem hefst 21. mars.

VG

UMMÆLI

Sambíó