Framsókn

Fjórði hver Akureyringur hefur flogið með Niceair

Fjórði hver Akureyringur hefur flogið með Niceair

Um það bil fjórði hver Ak­ur­eyr­ing­ur hef­ur tekið flugið með flug­fé­lag­inu Nicea­ir, að öll­um ald­urs­hóp­um meðtöld­um. Þetta kemur fram í fyrstu niðurstöðum rann­sókn­ar á sam­fé­lags­leg­um áhrif­um af beinu milli­landa­flugi á Ak­ur­eyri sem stýrt er af Þóroddi Bjarna­syni, rann­sókn­ar­pró­fess­or í byggðafræði við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og pró­fess­or í fé­lags­fræði við Há­skóla Íslands.

„Stofn­un Nicea­ir er ein áhuga­verðasta ný­sköp­un­in á sviði byggðamála á Íslandi á síðari árum. Í Evr­ópu eru ýmis dæmi um að aðilar í heima­byggð hafi stofnað flug­fé­lög til að tengja stærri bæi og smærri borg­ir bet­ur við um­heim­inn. Þessi fé­lög eru með eina eða tvær leigu­vél­ar í rekstri og fljúga yf­ir­leitt til einn­ar stór­borg­ar og svo til ým­issa sól­ar­stranda,“ seg­ir Þórodd­ur Bjarna­son í sam­tali við ak­ur­eyri.net.

Niðurstöður Þórodds sýna að á fyrstu sjö mánuðum Niceair fóru um níu þúsund manns í tæplega nítj­án þúsund ferðir milli Ak­ur­eyr­ar og Kaup­manna­hafn­ar, Berlín­ar, Ed­in­borg­ar og Teneri­fe. Um það bil þrír af hverjum fjórum farþegum flugfélagsins voru Akureyringar eða aðrir Eyfirðingar.

Nánar á ak­ur­eyri.net.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó