Framsókn

Marta Nordal ræðir um leiklist í þriðjudagsfyrirlestri

Marta Nordal ræðir um leiklist í þriðjudagsfyrirlestri

Þriðjudaginn 21. febrúar kl. 17-17.40 heldur Marta Nordal, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, Þriðjudagsfyrirlestur undir yfirskriftinni Atvinnuleikhús á landsbyggðinni.

Marta Nordal tók við sem leikhússtjóri LA vorið 2018. Hún hefur starfað sem leikkona hjá Leikfélagi Akureyrar, Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu, en undanfarin ár hefur hún einbeitt sér að leikstjórn. Marta stofnaði leikhópinn Aldrei óstelandi 2010, ásamt Eddu Björgu Eyjólfsdóttur. Hópurinn hefur framleitt sýningar á borð við Fjalla-EyvindLúkasOfsa og Natan. Auk þess hefur Marta leikstýrt fjölda verka fyrir útvarp. Hún leikstýrði söngleiknum Rocky Horror, sem sýndur var í Borgarleikhúsinu, og Kabarett, sem sýndur var í Samkomuhúsinu á síðasta leikári.

Marta er með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og BA-gráðu í leiklist frá The Bristol Old Vic Theatre School. Hún hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa innan sviðslista, en hún sat meðal annars um langt skeið í stjórn Leikfélags Reykjavíkur og í stjórn Íslenska dansflokksins, auk þess sem hún var forseti Sviðslistasambands Íslands 2013-2017. Hjá Leikfélagi Akureyrar hefur Marta leikstýrt verkunum Vorið vaknarMutter CourageSkugga Sveini og Chicago sem nú er á fjölum Samkomuhússins.

VG

UMMÆLI