Arna G. Valsdóttir, kennari við listnáms- og hönnunarbraut VMA og myndlistarmaður, opnaði síðastliðinn fimmtudag sýningu á verkum sínum í bókasafni Háskólans á Akureyri. Sýninguna kallar Arna Öll þessi augnablik. Á vef VMA er fjallað um sýninguna.
Arna sýnir hún kyrrmyndir eða augnablik úr myndbandsverkum sem hún hefur unnið og er að vinna að. Í sýningarskrá segir að kyrrur hafi oft verið hluti myndbandssýninga Örnu en séu nú settar í aðalhlutverk í fyrsta skipti.
Arna hefur lengi unnið að myndlist af ýmsum toga og sýnd list sína á fjölmörgum sýningum hér á landi og í útlöndum. Ekki síst hefur hún unnið mikið með innsetningarverk þar sem samspil hreyfimyndar og hljóðs er í forgrunni.
Sýninguna hefur Arna unnið í samvinnu við Prentsmiðjuna.is og er hún sölusýning. Hér eru myndir af nokkrum verkanna á sýningunni. Opið er á opnunartíma bókasafnsins á mánu-, miðviku- og föstudögum kl. 8-16 og þriðju- og fimmtudaga kl. 8-18. Lokað er um helgar.
Nánar um list Örnu G. Valsdóttur á heimasíðu hennar. Og hér má sjá nokkur af þeim fjölmörgu myndböndum sem Arna hefur unnið í gegnum tíðina.
Ítarlegri umfjöllun má finna á vef VMA með því að smella hér.
UMMÆLI