Framsókn

Fimm ákærðir eftir hoppukastalaslys

Fimm ákærðir eftir hoppukastalaslys

Fimm hafa verið ákærðir fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi vegna fjögurra barna sem slösuðust í hoppukastala á Akureyri fyrir átján mánuðum. Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnar á Akureyri er meðal sakborninga. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Þar segir að sakborningunum fimm sé gert að sök að hafa sýnt stórfellt aðgæsluleysi og vanrækslu við að tryggja öryggi í leiktækinu. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra 9. febrúar.

Í umfjöllun RÚV segir að málið verði rætt á fundi bæjarstjórnar á mánudaginn. Enginn í meirihluta bæjarstjórnar hefur ákveðið að krefjast þess að forseti bæjarstjórnar víki úr starfi. Halla Björk Reynisdóttir, oddviti L-listans, stærsta flokksins í bæjarstjórn Akureyrar, segist ekki hafa vitað að Heimir kynni að verða ákærður vegna málsins.

Ítarlega umfjöllun um málið má finna á vef RÚV.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó