A! Gjörningahátíð

Ekkert bann við lausagöngu katta

Ekkert bann við lausagöngu katta

Meirihluti bæjarstjórnar Akureyrar hefur ákveðið að falla frá fyrirhuguðu útgöngubanni katta að næturlagi. Þetta kemur fram á vef RÚV í dag.

Málið hefur vakið mikla athygli frá því að bæjarstjórn Akureyrar samþykkti að banna alfarið lausagöngu katta í bænum árið 2021. Þá var samþykkt að banna lausagöngu katta í bænum frá 1. janúar 2025. Því var síðar breytt í bann lausagöngu katta að næturlagi.

Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnar, greindi svo frá því á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun að nú hafi málið verið látið niður falla.

„Það verður bara ekki tekið meira fyrir og reglurnar munu ekkert breytast. Þetta er bara komið ofan í skúffu, þetta mál, í bili.“

Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar, segir á vef RÚV að þetta séu gleðitíðindi .

„Þetta gleður mig alveg brjálæðislega, og þetta þýðir sem sagt að það verði ekkert bann við lausagöngu katta. Ég held að þetta sé skásti endir á málinu úr því sem hægt var, fyrst þetta fór út í þetta allt saman.“

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó