Lesendur Kaffið.is kusu Sigrúnu Steinarsdóttur sem manneskju ársins. Sigrún fékk 1224 atkvæði í kosningu Kaffið.is.
Sjá einnig: Tilnefningar til manneskju ársins 2022 á Kaffinu
Sigrún er umsjónarkona Matargjafa á Akureyri og vinnur þrekvirki árlega. Aldrei áður hafa jafn margir óskað eftir aðstoð fyrir jólin eins og í ár. 374 einstaklingar þáðu aðstoð þessi jól með mat og/eða bónus og nettókortum hjá Matargjöfum eða 121 fjölskylda.
Í öðru sæti voru fjölskylda og vinir Ágústar Guðmundssonar með 646 atkvæði. Berglind Júlíusdóttir og Sigríður Edda Ásgrímsdóttir voru í þriðja sæti með 612 atkvæði.
UMMÆLI