A! Gjörningahátíð

Sérfræðingar við Háskólann á Akureyri gefa út ný rit

Sérfræðingar við Háskólann á Akureyri gefa út ný rit

Rachael Lorna Johnstone, prófessor og forseti Lagadeildar, og Kanagavalli Suryanarayanan, meistaranemi frá Indlandi í heimskautarétti við HA, hafa nýlega gefið út grein í 10. bindi Current Developments in Arctic Law.

Í greininni fjallar Rachael um að hvaða marki heimskautaréttur sem fræðigrein er raunverulega alþjóðleg og hvað til þurfi til að innleiða greinina betur á námssvæðinu. Þá skrifar Kanagavalli um hagsmuni Indlands í norðurskautshafi og framlag Indlands til hafrannsókna á norðurslóðum.

„Það er frábært að lesa ný sjónahorn á heimskautarétti frá væntanlegum fræðimönnum og ég hlakka til að taka á móti nýjum árgangi heimskautaréttanemenda í ágúst 2023” sagði Rachael.

Lesa greinina ókeypis á vef Háskólans í Lapplandi.

Opnað verður fyrir umsóknir í LLM, MA og diplómanám í heimskautarétti í febrúar 2023.

Frétt: unak.is

VG

UMMÆLI

Sambíó