Níutíu og þrír nemendur brautskráðust frá Verkmenntaskólanum á Akureyri í dag. Brautskráningin var að vanda í Menningarhúsinu Hofi.
Veður og færð höfðu áhrif og því voru færri brautskráningarnemar og gestir viðstaddir brautskráninguna en ella. Þeim sem ekki komust á brautskráninguna gafst kostur á að fylgjast með henni í beinu streymi.
Skipting brautskráningarnema á brautir var eftirfarandi:
Rafvirkjun – 12 (þar af 4 með viðbótarnám til stúdentsprófs)
Vélstjórn – 2 (1 með B-réttindi og 1 með D-réttindi+stúdent)
Viðbótarnám til stúdentsprófs að loknu iðnnámi – 1
Iðnmeistarar – 27
Matartækni – 8
Bifvélavirkjun – 9 (þar af 3 með viðbótarnám til stúdentsprófs)
Félags- og hugvísindabraut (stúdentspróf) – 7
Fjölgreinabraut (stúdentspróf) – 11
Íþrótta- og lýðheilsubraut (stúdentspróf) – 2
Listnáms- og hönnunarbraut – myndlistarlína (stúdentspróf) – 7
Náttúruvísindabraut (stúdentspróf) – 1
Viðskipta- og hagfræðibraut (stúdentspróf) – 1
Sjúkraliðabraut – 5 (þar af 2 með viðbótarnám til stúdentsprófs)
Á vef Verkmenntaskólans má finna ítarlega umfjöllun um brautskráninguna.
UMMÆLI