Framsókn

Nemendur í Brekkuskóla lituðu mynd í tilefni þess að Hlíðarfjall opnar á morgun

Nemendur í Brekkuskóla lituðu mynd í tilefni þess að Hlíðarfjall opnar á morgun

Hlíðarfjall verður opnað kl. 16 á föstudaginn. Af því tilefni lituðu nemendur í Brekkuskóla myndina hér að ofan undir handleiðslu Brynhildar Kristinsdóttur myndmenntakennara.

Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar verður opnað klukkan 16 á morgun og verður opið alla helgina frá klukkan 10 til 16.

Snjóbyssurnar hafa gengið af fullum krafti síðustu sólarhringa eða eftir að tók að frysta almennilega og nú er talsverð snjókoma í kortunum. Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður í Hlíðarfjalli, fagnar því að geta opnað á morgun en segir að það mætti að sönnu vera meiri snjór í brekkunum.

„Við erum búin að framleiða góðan grunn með því að standa sólarhringsvaktir undanfarið og það verður enginn svikinn af því að mæta í Fjallið á föstudaginn eða um helgina. Hins vegar verður að segjast sem er að okkur vantar náttúrulegan snjó af himnum ofan til að breiða mjúka fönn yfir þennan grunn sem við höfum búið til og ég sé ekki betur en að það fari að snjóa hressilega um eða upp úr næstu helgi. Veislan er að hefjast,“ segir Brynjar Helgi.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó