Á Alþjóðlega mannréttindadeginum þann 10. desember mun fara fram rafrænt málþing í Háskólanum á Akureyri sem tengist áföllum í víðum skilningi. Erindin eru lokaafurð stúdenta í námskeiðinu Sálræn áföll og ofbeldi.
„Málþingið er fyrir alla sem hafa áhuga á málefninu. Áföll tengjast öllum, við verðum öll fyrir áföllum á lífsleiðinni og það er mikilvægt að við áttum okkur á hvaða afleiðingar það getur haft og hvað við getum gert til að vinna með það,“ segir Sigrún Sigurðardóttir dósent og umsjónarkennari námskeiðsins.
Á málþinginu munu stúdentar og kennarar kynna nýjustu rannsóknir og deila reynslu sinni.
„Öll erindin brenna á samfélaginu okkar í dag. Má þar nefna sjálfsvíg, fíknivanda, heilsufar og líðan eftir áföll. Það kemur skýrt fram hversu mikilvægt er að leita sér hjálpar og vinna með áföllin og það eru svo margar leiðir til. Áfallamiðuð nálgun er að ryðja sér til rúms hér á landi og mikilvægt að horfa á það. Einnig erum við að átta okkur á því að við getum verið að glíma við áföll sem við höfum fengið frá fyrri kynslóðum. Við verðum að fara að efla forvarnir til að koma í veg fyrir alvarlegar afleiðingar áfalla,“ segir Sigrún.
Dagskrá
10:00 Opnun og kynning
Dr. Sigrún Sigurðardóttir umsjónarkennari námskeiðsins
10:10 Að missa barn í sjálfsvígi. Reynsla foreldra
Guðfinna Hallgrímsdóttir og dr. Sigurður Kristinsson
10:30 Að leita sér hjálpar eftir kynbundið ofbeldi – Dr. Karen Birna Þorvaldsdóttir
10:45 Kynslóða áföll: Þegar vitlaust er gefið – Kristjana Atladóttir
11:00 Tilfinningalegt ofbeldi meðal barna og unglinga. Forvarnir, fræðsla og námsefni
Berglind Guðjónsdóttir og Þórunn Kristín Bjarnadóttir
11:15 Að fara í samband aftur eftir andlegt ofbeldi í nánum samböndum – Helena Vignisdóttir
11:30 Áhrif áfalla í æsku á líðan kvenna á meðgöngu – Gréta Rún Árnadóttir
11:45 Sálræn áföll, ACE og Endometriosis (legslímuflakk) – Guðrún Björk Þorsteinsdóttir
12:00 Áhrif áfalla á æsku á fullorðinsár – Eydís Unnur Thorshamar
12:15 Sálræn áföll kvenna og konur með ópíóðafíkn – Ása Huldrún Magnúsdóttir
12:30 Secundary Traumatic Stress meðal framlínustarfsmanna í COVID-19
Viktoría Björk Erlendsdóttir
12:45 Að kjarnanaum. Samkenndarþreyta og samkenndarsátt – Ásgerður Kristín Gylfadóttir
13:00 Áfallamiðuð nálgun fyrir fólk með fíknivanda – Diljá Ámundadóttir Zoega
13:15 Áfallamiðuð nálgun í skólakerfinu – Karen Nóadóttir
13:30 Samþættar meðferðir. Gæfusporin – Sigrún Sigurðardóttir
13:45 Frjálsir vængir – Jokka
14:00 Samtalið. Fræðsla ekki hræðsla – Arnrún María Magnúsdóttir
14:15 Hugvíkkandi efni og krabbamein – Auður Elísabet Jóhannsdóttir
14:30 Hugvíkkandi sveppir og geðræn vandamál – Thelma Lind Guðmundsdóttir
14:45 Áfallamiðuð kennslufræði og sjálfbærnimenntun – hvernig kallast þær á?
Guðný Jórunn Gunnarsdóttir
15:00 Málþingslok
Streymishlekkur: https://eu01web.zoom.us/j/61820858999#success
Facebook-viðburður: https://fb.me/e/23sJE93sQ
UMMÆLI