Einar skoraði 17 mörk og jafnaði met ArnórsMynd:KA.is

Einar skoraði 17 mörk og jafnaði met Arnórs

Einar Rafn Eiðsson átti ótrúlegan leik þegar KA og Grótta skildu jöfn 33-33 í KA-Heimilinu á sunnudaginn. Einar gerði sér lítið fyrir og gerði 17 mörk í leiknum og jafnaði félagsmet Arnórs Atlasonar. Arnór gerði 17 mörk í nágrannaslag gegn Þór þann 11. nóvember 2003.

Einar gerði 10 mörk úr opnum leik og 7 af vítalínunni. Skotnýting hans var 85 prósent en hann klikkaði aðeins á þremur skotum í leiknum. Eftir leikinn er Einar markahæsti leikmaður Olísdeildarinnar í vetur með 100 mörk í 12 leikjum.

Á vef KA má lesa nánar um afrek Einars og nálgast upplýsingar um þá sem hafa gert flest mörk í leik fyrir KA.

Í umfjöllun á vefnum Handbolti.is segir að Akureyringurinn Alfreð Gíslason, núverandi landsliðsþjálfari Þýskalands, eigi  markametið í efstu deild Íslandsmóts karla í handknattleik eftir því sem næst verður komist. Hann skoraði 21 mark fyrir KR í leik gegn uppeldisfélagi sínu, KA í Laugardalshöll 1982.

 

VG

UMMÆLI