Torben Hansen, borgarstjóri danska vinabæjarins Randers, sendir íbúum Akureyrar jólakveðju í gegnum myndband sem Akureyrarbær hefur birt á vef sínum.
„Þar greinir hann líka frá þeirri sameiginlegu ákvörðun bæjanna að hætta að senda stórt jólatré sjóleiðina frá Randers til Akureyrar eins og gert hefur verið um langt árabil. Nú á tímum loftslagsvár þykir ekki við hæfi að flytja tréð yfir hafið og því var jólatré Akureyringa fundið í bæjarlandinu að þessu sinni. Það er gert til að minnka kolefnissporið og er um leið áminning um að auka sjálfbærni og nýta þau gæði sem við búum að, fremur en að leita þeirra um langan veg,“ segir á vef Akureyrarbæjar þar sem má finna nánari umfjöllun um kveðju Torben.
Sjáðu kveðjuna í myndbandinu hér að neðan:
UMMÆLI