Tinna Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Skógarbaðanna, er gestur í nýjasta þætti hlaðvarpsins 10 bestu með Ásgeiri Ólafs.
„Tinna er framkvæmdastjóri Skógarbaðanna. Hún er ættuð frá Húsavík en hefur alla sína tíð búið í Reykjavík þar til nú. En hún segir okkur hvernig það var að stökkva úr risastóru, krefjandi og spennandi starfi í annað enn meira spennandi starf hér á Akureyri. Hún hefur starfað sem yfirmaður og stjórnandi frá nítján ára aldri og grípur allt í kringum sig til að læra af. Hún er í sambúð með Heimi Haraldssyni og búa þau saman á brekkunni. Tinnu líður vel fyrir norðan og þykir það bara fyndið að vera skírð í höfuðið á hundi sem hún þekkir ekki neitt. Hún fer með okkur gegnum sínar förnu leiðir og hvað það var sem leiddi hana hingað norður og auðvitað allt hitt líka. Frábært spjall við frábæra konu,“ segir Ásgeir.
UMMÆLI