Framsókn

Nemendur í MA búa til hlaðvarpsþættiStund milli stríða í hlaðvarpsvinnu. Frá vinstri: Mikael Darri Heiðarsson, Olga María Valdimarsdóttir og Katla Björk Friðriksdóttir nemendur í 2H

Nemendur í MA búa til hlaðvarpsþætti

Þessa dagana leggja nemendur í sögu lokahönd á skráningu og miðlun sögulegra atburða og persóna. Efnistök tengjast tímabilum mannkynssögunnar sem lögð eru til grundvallar í viðkomandi áföngum þ.e. fornöld, miðöldum og nýöld.

„Nemendur hafa undanfarnar vikur aflað sér heimilda, viðað að sér fróðleik og unnið úr hráefninu með það að leiðarljósi að vinna fullunna vöru í formi hlaðvarpsþátta. Tvö megin markmið með vinnunni er að fræðast og miðla sögulegum fróðleik til hlustenda annars vegar og njóta þess að vinna að skemmtilegu og skapandi viðfangsefni hins vegar. Menntun og skemmtun. Viðfangsefnin eru fjölbreytt. Sem dæmi má nefna Kleopötru, Axlar-Björn, Súffragetturnar, morðin á Sjöundá og hryðjuverkin 11. september. Að mestu leyti hafa nemendur notast við símana sína og tölvur. Vonir standa til að hægt verði að taka hágæða upptökuver fyrir hljóð og mynd í notkun á vorönn í skólanum,“ skrifar Brynjar Karl Óttarsson, sögukennari, á vef MA.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó