Framsókn

Færður á bráðamóttöku eftir slagsmál í heimahúsi

Færður á bráðamóttöku eftir slagsmál í heimahúsi

Um helgina var tilkynnt um slagsmál og líkamsárás í heimahúsi á Akureyri. Lögregla fór á staðinn, handtók tvo aðila og var annar þeirra færður undir læknishendur á Sjúkrahúsi Akureyrar og eftir aðhlynningu í fangageymslur. Enn fremur var þriðji aðilinn færður á bráðamóttöku til aðhlynningar vegna áverka sem hann hlaut. Málið er í rannsókn. Þetta kemur fram í færslu lögreglunnar á Facebook.

Á laugardeginum handtók lögregla mann vegna meints heimilisofbeldis og var hann færður í fangageymslur á Akureyri. Málið er einnig í rannsókn.

Lögregla þurfti að hafa nokkur afskipti af skemmtanalífinu í miðbæ Akureyrar á föstudagskvöld og tveir voru kærðir vegna vímuaksturs. Aðfararnótt sunnudags var heldur rólegri og færri afskipti af ölvuðum. Þó voru nokkur mál sem komu til kasta lögreglu.

Skýrslu lögreglunnar frá helginni má lesa hér að neðan:

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó