Það var frábær stemning í Sjallanum síðasta föstudag þegar Herra Hnetusmjör, Emmsjé Gauti, Hugo og 12:00 tróðu upp fyrir framan fullt hús.
Það var mikil eftirvænting fyrir kvöldinu en gestum var boðið frítt inn þetta kvöld. Halldór Kristinn Harðarson, skemmtanastjóri Sjallans var himinlifandi með kvöldið.
„Stemningin var ólýsanleg og andinn í húsinu magnaður og er þetta eitt af ógleymanlegu kvöldunum. Það er á þessum kvöldum þar sem maður fattar af hverju maður er að standa í þessu helgi eftir helgi, mynbandið talar sínu máli,“ segir Halldór en myndbandið sem um ræðir má sjá hér að neðan.
Axel Þórhallsson bjó til myndbandið:
UMMÆLI