Hafdís Sigurðardóttir úr HFA var valin hjólreiðakona ársins á lokahófi Hjólreiðasambands Íslands um helgina.
Hafdís varð Íslandsmeistari í götuhjólreiðum á árinu og keppti fyrir Íslands hönd á Evrópumótinu í götuhjólreiðum.
Lokahóf Hjólreiðasambandsins var haldið í Víkinni á laugardaginn. Allir bikarmeistarar ársins voru heiðraðir, viðurkenningar í aldursflokkum veittar og tilkynnt um val á hjólreiðafólki ársins. Frekari upplýsingar um verðlaunahafa má nálgast á vef Hjólreiðasambandsins með því að smella hér.
UMMÆLI