NTC

Dansverkið Hannah Felicia í Hofi

Dansverkið Hannah Felicia í Hofi

Norðlendingum býðst tækifæri til að sjá dansverkið Hannah Felicia sem fjallar um systrabönd og samband tveggja manneskja. Eða erum við kannski að sjá tvær hliðar á sömu manneskjunni? Sem þráir að vera séð, viðurkennd og elskuð.

Spinn Danskomaniet er atvinnudansflokkur með dönsurum sem eru bæði fatlaðir og ófatlaðir, og hefur aðsetur í Gautaborg í Svíþjóð. Þau hafa mikla ástríðu fyrir listinni að dansa og að ögra steríotýpum þegar kemur að því að skilgreina hvað dans er og hvað hann getur verið.

Hannah Felicia er samstarf íslenskra listamanna og sænskra. Höfundur verksins er danshöfundurinn Lára Stefánsdóttir, en hún notar oft eigin forsendur dansara sem útgangspunkt. Tónlistin er samin af íslenska tónskáldinu Högna Egilssyni. Hljóðhönnun er í höndum Þórarins Guðnasonar.

Hannah Felicia fer fram í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri þann 14. nóvember kl. 18. Verkið verður einnig sýnt á Reykjavík Dance Festival seinna í mánuðum. Miðasala í Hof er á mak.is

Sambíó

UMMÆLI