NTC

Miomantis gefur út nýja tónlistMiomantis

Miomantis gefur út nýja tónlist

Hljómsveitin Miomantis frá Akureyri sendi í gær frá sér lagið Rats Encaged. Lagið er fyrsta lagið sem Miomantis gefur út af uppkomandi LP plötu sem er væntanleg árið 2023.

Davíð Máni Jóhannesson, söngvari og gítarleikari Miomantis, segir að lagið fjalli um þunglyndi og sjálfsvígshugsanir.

„Þetta er umfjöllunarefni sem skiptir mig persónulega máli. Ég hef margoft verið á slæmum stað, fundist ég vera fastur í búri. Svona eins og rotta. Mér finnst stundum vanta svona umræðuefni í íslenska tónlist sem er vanalega bara ‘happy go lucky’, sem er ekkert endilega slæmt. En fólk þarf líka að heyra að raunveruleikinn er ekki bara dans á rósum,“ segir Davíð.

Hljómsveitina Miomantis skipa þeir Davíð Máni, Zophonías Tumi Guðmundsson og Bjarmi Friðgeirsson.

„Finnst mér þetta eitt sterkasta lagið okkar. Við höfum verið að prófa þetta lag á tónleikum og fólk hefur verið að taka vel í það. Ég er ánægður með riffin, og Bjarmi og Tumi höfðu líka slatta af tíma til að semja sína parta sem gerir lagið dínamískt og þétt,“ segir Davíð.

„Við viljum þakka MBS kollektívinu fyrir sinn kærleik og umburðarlyndi og lán á hljóðnemum ofl, einnig mælum við að leggja þeim hjálparhendur þar sem þeir lentu í vatnstjóni nú á dögum vegna óveðurs: https://www.karolinafund.com/project/view/4216. Einnig viljum við þakka Hinrik starfsmanni Ungmennahússins rósenborg fyrir að veita okkur aðgang, skilning og hjálp.“

Hlustaðu á Rats Encaged:

Sambíó

UMMÆLI