Á næturvakt Slökkviliðsins á Akureyri í nótt voru fleiri kvenmenn á vakt en karlmenn. Þetta er í fyrsta skipti sem þetta gerist.
Árið 2018 auglýsti Slökkvilið Akureyrarbæjar störf til umsóknar þar sem sérstaklega er óskað eftir kvenfólki til starfa.
„Reynt er að forðast það að til verði karla- eða kvennavinnustaðir en verulega hefur hallað á hlut kvenna Slökkviliði Akureyrar og því er nú auglýst sérstaklega eftir konum til starfa á þesum stöðum,“ sagði á vef Akureyrarbæjar árið 2018.
„Gaman er að segja frá því að á næturvaktinni sem var að líða var fyrsta vaktin sem kvenmenn voru meirihluta. Þetta er virkilega jákvæð þróun hjá Slökkviliði Akureyrar,“ segir á Facebook síðu Slökkviliðsins í dag.
UMMÆLI