Töluverður snjór hefur safnast í Hlíðarfjalli síðustu daga og forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli segir að stefnt sé á opnun á næstu vikum. Þetta kemur fram á vef RÚV.
Starfsfólk skíðasvæðisins er nú í óða önn að undirbúa veturinn. Stutt er í að sérstakar snjóframleiðslubyssur verði settar í gang. Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður, segir í samtali við RÚV að hann sé þegar farinn að fá fyrirspurnir vegna opnunnar.
„Göngufólk vill fara að komast í sporin og við svona erum að belta troðarann okkar. Ætlum að byrja að ýta úr girðingum og vonandi getum við farið að bjóða upp á spor mjög fljótlega. Og ef það heldur áfram að fylla í snjóinn þá verðum við í rauninni að skoða jafnvel að opna. Þó það væri ekki nema föstudagur, laugardagur, bara í Fjarkann og Hólabraut. Bara taka einn föstudag og einn laugardag í 2-3 helgar, svona aðeins að koma fólki af stað. En ef þetta heldur svona áfram þá líst mér asi vel á veturinn,“ segir Brynjar í samtali við RÚV.
UMMÆLI