Framsókn

Tónlistarveisla með lögum Eiríks Bóassonar í Freyvangi

Tónlistarveisla með lögum Eiríks Bóassonar í Freyvangi

Hollvinafélag Freyvangsleikhússins stendur fyrir tónlistarveislu í Freyvangi fyrsta vetrardag, þann 22.október.

Erík Bóassson, eða Eika Bó, þarf vart að kynna fyrir þeim sem hafa eitthvað verið viðloðandi Freyvangsleikhúsið síðustu 30 árin eða svo. Þar hefur hann tekið þátt í ófáum sýningum, bæði á sviði og í tónlistarflutningi.

Það sem færri vita er að eftir hann liggja fjöldinn allur af lögum við texta hinna ýmsu listamanna. Þónokkur þeirra hafa verið gefin út, m.a. gáfu Eiríkur og Jóhann Jóhannson út tvo diska sem Eiki og Jonni, „Okkar Vegna“, 1996 og „Á Nálum“ 2000. Á þessum diskum er að finna 14 lög eftir Eika, þar á meðal lagið Eitt Spor Enn, sem er samið við texta Emilíu Baldursdóttur.

Á tónleikunum verður úrval af lögum Eika í flutningu frábærra hljóðfæraleikara, þar á meðal er Eiki sjálfur og hvorki meira né minna en tveir kórar.

Fram koma:

Karlakór Eyjafjarðar undir stjórn Guðlaugs Viktorssonar.

Kirkjukór Laugalandsprestakalls, stjórnandi Þorvaldur Örn Davíðsson

Jódís

Svetlana Beliaeva

Olga Ivkhuanova

Óskar Pétursson

Margrét Árnadóttir

Hannes Örn Blandon

Hljómsveit:

Ingólfur Jóhannsson

Hermann Arason

Halldór G. Hauksson

Kristján Jónsson

Guðlaugur Viktorsson

Einar Guðmundsson

Eiríkur Bóasson

Kynnir verður Valdimar Gunnarsson

Skemmtunin hefst kl. 20 og miðaverð er 3.000kr.

Miðasala í síma 857-5598 og á freyvangur@gmail.com

VG

UMMÆLI

Sambíó