Stríðsminjar fluttar á Flugsafn Íslands

Stríðsminjar fluttar á Flugsafn Íslands

Varðveislumenn minjanna hafa staðið í ströngu í dag við að yfirfara, flokka og pakka stríðsminjum í kassa. Um var að ræða gripi af vettvangi flugslyss sem varð á Melgerðismelum í Eyjafirði í ágúst 1942 þar sem flugvél af gerðinni P-39 Airacobra fórst ásamt flugmanni vélarinnar John George Kassos. Nokkrir úr hópi VM hafa rannsakað vettvanginn í sumar í tengslum við hlaðvarpsþætti sem voru í vinnslu um flugmanninn og slysið. Brot úr vélinni, skotfæri og nokkrir persónulegir munir John Kassos fundust á staðnum. Varðveislumenn og Flugsafn Íslands hafa komið sér saman um að safnið varðveiti gripina svo safngestir geti skoðað þá og kynnt sér söguna um John Kassos og vél hans P-39. Gripirnir verða afhentir safninu fyrir helgi.

Fjölskylda John Kassos er þessa dagana á ferðalagi um Ísland. Megin markmið ferðalagsins er að koma norður til að heimsækja Melgerðismela þar sem frændi þeirra lét lífið fyrir 80 árum síðan. Von er á ferðalöngunum frá Arkansas til Akureyrar á laugardaginn. Eftir skoðunarferð á Melunum mun hópurinn heimsækja Flugsafnið, þiggja léttar veitingar og skoða það sem safnið hefur upp á að bjóða. Flugáhugi er ekki bundinn við John heitinn Kassos innan Kassos-fjölskyldunnar. Fleiri fjölskyldumeðlimir eru lærðir flugmenn m.a. Laura Villegas bróðurdóttir John en Laura fer fyrir hópnum sem von er á til Akureyrar nú um helgina. Fjölskyldan ætlar sér að dvelja á Akureyri í nokkra daga. Ýmislegt annað verður á döfinni en flugslysið á Melgerðismelum. Hópurinn hefur í hyggju að heimsækja Skógarböðin og fara á knattspyrnuleik svo eitthvað sé nefnt.

Heimild: Grenndargralið

Sjá einnig 80 ár liðin frá Kassos

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó