Ólafur Göran Ólafsson Gros er gestur Ásgeirs Ólafssonar Lie í nýjasta þætti hlaðvarpsins 10 bestu. Hlustaðu á þáttinn í spilaranum hér að neðan.
„Ólafur kom og talaði strax um Svíþjóð. Hann á sænska móður og íslenskan pabba. Saman fórum við yfir hvernig væri að þurfa að hugsa á tveimur tungumálum. Hann útskrifaðist úr virtum skóla í Stokkhólmi sem kvikmyndagerðarmaður og lærði meðan á kóvíd stóð. Hann tók stökkið sumarið 2020. Hann starfar nú sem tæknistjóri hja RÚV og lofaði mér að framleiða íslenska rómantíska gamanmynd og eina jólamynd. Listinn hans var af betri gerðinni. Ólafur er að skrifa handrit að sinni fyrstu bíómynd og ef allt gengur er ekki langt í að hún verðir framleidd. Takk fyrir gott spjall Ólafur og ég hlakka til að fylgjast með þér í komandi framtíð,“ segir Ásgeir um þáttinn.
UMMÆLI