Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út á Akureyri aðfaranótt laugardags eftir að lögreglu barst tilkynning um hnífaburð unglinga við grunnskóla þar í bænum. Tveir voru handteknir, grunaðir um vopnalagabrot og hótanir.
Þeir gistu fangageymslu um stund en um var að ræða ólögráða en sakhæfa einstaklinga. Lögreglan vann málið með aðkomu barnaverndar og foreldrum hinna handteknu var gert viðburð.
„Lögregla lítur vopnaburð alvarlegum augum og slíkt er aldrei réttlætanlegt, að ógna öðrum með vopnum,“ segir í tilkynningu lögreglunnar á Norðurlandi eystra á Facebook-síðu hennar þar sem má lesa meira um viðburði helgarinnar.
UMMÆLI