Fyrirtækið Hjalteyri Seasnack á Hjalteyri og bruggsmiðjan Kaldi á Árskógssandi lögðu saman krafta sína við gerð á nýju íslensku sjávarsnakki með bjórbragði sem er væntanlegt á markað. Kaldi Beersnack mun fara í sölu á næstu dögum.
Rúnar Friðriksson verksmiðjustjóri hjá Hjalteyri Seasnack, segist hafa gengið lengi með hugmyndina í maganum en honum hefur fundist vanta vöru sem passar vel með bjórsötri á markaðinn.
Rúnar prófaði sig áfram með bjór frá Kalda en hann segist fyrir nokkru hafa gengið á fund með eigendum bruggsmiðjunnar og fengið hjá þeim flestallar tegundir bjórs sem þar eru framleiddar til að prófa.
„Ég marineraði með bjórnum, kryddaði síðan fiskinn og þurrkaði. Til að gera langa sögu stutta þá steinlá þetta. Ég hef gert ótal tilraunir í þessum efnum síðustu fimm árin, en aldrei fengið jafn sterk og jákvæð viðbrögð við nokkurri vöru,“ segir Rúnar en umfjöllun um þessa nýju vöru má finna í Viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag.
UMMÆLI