Dessert keppni Arctic Challenge og Ekrunnar

Dessert keppni Arctic Challenge og Ekrunnar

Þann 1.október næstkomandi mun Arctic Challenge í samstarfi við Ekruna halda dessert keppni í Verkmenntaskólanum á Akureyri. Keppnin er opin öllum félagsmönnum í Arctic Challenge. 

Umsækjendur geta skráð sig í keppnina og sem félagsmenn á heimasíðu Arctic Challenge  undir „hafa samband“ og á undirsíðunni „skráning í keppni.“

Þegar sótt er um í keppnina fá keppendur tölvupóst með frekari upplýsingum og keppnisreglum.  Þannig fá keppendur meiri tíma fyrir undirbúningsvinnu. Ekran mun svo sjá um að skaffa keppendum lykilhráefni sem skilyrði er að nota í keppni.

Keppnin er opin fyrir almenning og verða allir keppnis-eftirréttir til sýnis eftir keppnina.

Arctic Challenge eru félagssamtök gerð til þess að efla hugvit og ástríðu veitingamanna á Norðurlandi. Tilgangurinn er að búa til grundvöll fyrir samkeppni sem sameinar ástríðu og fagmennsku allra veitingastaða Akureyrar og einnig til að þétta veitingageirann á Akureyri saman.

Þann 10.janúar 2022 var keppnin Arctic Challenge haldin í fyrsta skipti á Strikið Restaurant. Sextán efnilegir keppendur kepptu þá í tveimur greinum keppninnar, Arctic Chef og Arctic Mixologist.

VG

UMMÆLI

Sambíó