Dalvíkingurinn Sólveig Lea Jóhannsdóttir gaf á dögunum út lagið Letting Go. Þetta er fyrsta lag Sólveigar sem lærði söng við FÍH.
Sjá einnig: Snorri og Sólveig með seiðandi ábreiðu af þemalagi Narcos
„Lagið fjallar um ferlið að komast yfir erfiða tíma og finna leiðina að hamingjunni aftur þegar allt virðist vonlaust. Lífið er allskonar og flestir ganga í gegnum einhver áföll en hjá langflestum birtir alltaf aftur til,“ segir Sólveig um lagið í spjalli við Kaffið.
„Framundan hjá mér er bara að njóta þess að vera loksins búin að gefa út mitt fyrsta lag og svo vonandi aðeins seinna fara að vinna í næsta lagi.“
Hlustaðu á Letting Go í spilaranum hér að neðan:
UMMÆLI