Akureyravaka, afmælishátíð Akureyrarbæjar, hefst í dag og stendur yfir alla helgina. Á dagskrá eru um 60 fjölbreyttir viðburðir sem verða í boði víðsvegar um miðbæinn. Sjónvarpsstöðin N4 mun fylgjast með hátíðarhöldunum og gefa út þátt. Þetta kemur fram á vef N4.
Sjá einnig: Fleiri en 60 fjölbreyttir viðburðir á Akureyrarvöku
Þar segir að gerður verði tæplega hálftíma langur þáttur um Akureyrarvökuna. N4 mun fylgja eftir viðburðum, ræða við fólk og sýna hvað er um að vera þessa helgi.
Þátturinn verður frumsýndir á RÚV klukkan 19.45 á sunnudagskvöld en hann verður svo sýndur á N4 viku seinna og verður í kjölfarið aðgengilegur á miðlum N4.
„Akureyrarbær fagnar 160 ára afmæli í ár og því þótti við hæfi að gera þessum tímamótum skil,“ segir María Björk Ingvadóttir, framkvæmdastjóri N4 á vef N4.
UMMÆLI