Framsókn

Frítt á leik Þórs/KA og Þróttar í dagMynd: Egill Bjarni Friðjónsson/thorka.is

Frítt á leik Þórs/KA og Þróttar í dag

Þór/KA tekur á móti Þrótti í 14. umferð Bestu deildarinnar í dag, þriðjudaginn 23. ágúst klukkan 18. Frítt er á völlinn.

Liðið er í harðri fallbaráttu núna þegar fimm umferðir eru eftir af deildinni. Þór/KA situr í 8. sætinu með 10 stig, en þar fyrir neðan eru Afturelding og KR. Það eru því mjög mikilvægir leikir framundan og nauðsynlegt fyrir liðið að rétta úr kútnum. 

Ákveðið hefur verið að frítt verði inn á þrjá síðustu heimaleiki liðsins í Bestu deildinni í haust og vill stjórn félagsins þannig reyna að fá fleira stuðningsfólk á völlinn og mynda stemningu sem gæti verið sá aukakraftur sem þarf til að koma liðinu á beinu brautina. 

„Nú tökum við höndum saman og styðjum stelpurnar til að klára dæmið,“ segir á vef Þór/KA.

Staðan í deildinni, úrslit leikja og leikjadagskrá á vef KSÍ. Rétt er að benda á að heimaleikur gegn ÍBV sem átti að vera 10. september hefur verið færður til 14. september.

VG

UMMÆLI

Sambíó