Tveir látn­ir og einn særður eft­ir skotárás á Blönduósi

Tveir látn­ir og einn særður eft­ir skotárás á Blönduósi

Tveir eru látn­ir og einn særður eft­ir skotárás á Blönduósi í morg­un. Árás­in átti sér stað á milli klukk­an fimm og sex. Þetta staðfest­ir Birg­ir Jónas­son, lög­reglu­stjóri á Norður­landi vestra, í sam­tali við mbl.is.

Ekki hafa verið gefnar upp frekari upplýsingar um líðan þess særða en hann var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Einstaklingar hafa þegar verið handteknir í tengslum við málið en ekki hefur verið gefið upp hve margir. Allir sem tengjast málinu eru Íslendingar búsettir á Blönduósi.

Saka­mála­hluti máls­ins er í hönd­um lög­regl­unn­ar á Norður­landi eystra, lög­um sam­kvæmt.

VG

UMMÆLI

Sambíó