Þór og KA unnu sannfærandi sigra í knattspyrnu um helgina en bæði lið eru á góðu skriði um þessar mundir. KA vann öruggan 3-0 sigur á ÍA í Bestu deild karla og liðið situr nú í öðru sæti deildarinnar. Þórsarar unnu topplið HK í Lengjudeild karla og eru nú komnir upp í sjötta sæti deildarinnar eftir að hafa lengi daðrað við fallbaráttú í sumar.
Nökkvi Þeyr Þórisson sem hefur verið stórkostlegur í liði KA í sumar skoraði tvö mörk í sigrinum á ÍA í gær. Hallgrímur Mar Bergmann skoraði einnig í leiknum.
KA menn eru í bullandi baráttu um sæti í Evrópukeppni og skutu sér upp fyrir Víkinga í annað sæti deildarinnar með sigrinum á ÍA. Víkingar eiga tvo leiki inni en þeir mæta toppliði Breiðabliks í dag. KA menn eru að eiga draumasumar en auk þess að vera í toppbaráttunni í deildinni er liðið komið í undanúrslit Lengjubikarsins.
Þórsarar fengu HK-inga í heimsókn á SaltPay völlinn í gær. HK hafa verið öflugir í sumar og eru í toppsæti Lengjudeildarinnar. Þórsarar litu hinsvegar meira út eins og toppliðið í leiknum og unnu þægilegan sigur.
Ion Machi skoraði fyrsta mark leiksins og Alexander Már Þorláksson tvöfaldaði forystuna fyrir hálfleik. Leiknum lauk með 2-0 sigri Þórsara.
Þór tók þar á móti toppliði HK og gaf þeim rækilega kennslustund. Hinn feykiöflugi Ion Machi skoraði fyrsta mark leiksins með flottu skoti skammt utan vítateigs eftir að varnarmenn HK höfðu gefið honum alltof langan tíma á boltanum.
UMMÆLI