Til stendur að Glerártorg á Akureyri stækki á næsta ári og að 500 fermetra mathöll verði opnuð í verslunarmiðstöðinni. Þetta kemur fram á vef Akureyri.net.
Áætlað er að mathöllin verði staðsett í norðausturhluta verslunarmiðstöðvarinnar þar sem Kaffitorg og Vodafone eru nú til húsa.
Til þess að skapa pláss fyrir mathöllina munu einhverjir þjónustuaðilar þurfa að færa sig til innan Glerártorgs á næstu mánuðum. Til að mynda mun matvöruverslun Nettó færast yfir í rými þar sem að Rúmfatalagerinn var áður. Þá eru uppi hugmyndir um 700 fm stækkun á verslunarmiðstöðinni í suðvestur.
UMMÆLI