NTC

Stærsti útisigur KA í efstu deild í knattspyrnuNökkvi skoraði tvö. Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Stærsti útisigur KA í efstu deild í knattspyrnu

Knattspyrnulið KA setti nýtt félagsmet í gær þegar liðið vann stórsigur á Leikni Reykjavík. KA vann leikinn 5-0 á útivell en þetta er stærsti sigur sem félagið hefur unnið á útivell í efstu deild í knattspyrnu.

Stærstu útisigrar KA í efstu deild fyrir gærdaginn komu árin 1988 og 1989. KA vann 0-4 sigur á Völsung sumarið 1988 og 1-5 sigur á Víkingum sumarið 1989. Stærsti sigur félagsins í efstu deild er 6-0 heimasigur gegn Víði sumarið 1987.

KA menn eru í þriðja sæti Bestu deildarinnar í knattspyrnu á eftir Breiðabliki og Víkingi. Nökkvi Þeyr Þórisson kom KA mönnum í 1-0 eftir 23 mínútna leik í gær. Elfar Árni Aðalsteinsson bætti við öðru marki KA tveimur mínútum síðar og staðan var 2-0 í hálfleik.

Í síðari hálfleik skoruðu KA menn þrjú mörk á fjögurra mínúta kafla. Ásgeir Sigurgeirsson kom liðinu í 3-0 á 57. mínútu, Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði sitt annað mark á 59. mínútu áður en að Sveinn Margeir Hauksson kom KA í 5-0 á 61. mínútu.

„Ég er mjög sáttur, ég hef verið að bíða eftir svona frammistöðu þar sem við erum að finna hlaupin á bakvið, spila frábæran sóknarleik og auðvitað líka mjög góðan varnarleik. Það var svolítið pirrandi að fara bara með 2-0 forystu inn í hálfleikinn því við hefum getað verið búnir að skora fjögur eða fimm og þetta þriðja mark er oft talað um sem mikilvægasta markið í fótbolta því annaðhvort ertu að drepa leikinn eða hitt liðið að komast inn í hann, en sem betur fer náðum við að halda dampi og ganga frá leiknum í seinni hálfleik,“ sagði Arnar Grétarsson þjálfari KA í viðtali við Fótbolta.net eftir leikinn í gær.

VG

UMMÆLI

Sambíó