NTC

Zipline Akureyri búið að opna

Zipline Akureyri búið að opna

Zipline Akureyri er búið að opna og nú geta Akureyringar rennt sér eftir Ziplínum þvers og kruss yfir Glerá og í Glerárgili. Upphaflega átti að opna í byrjun júlí en opnunin frestaðist lítillega.

Opið er fyrir bókanir í júlí, ágúst og byrjun september á heimasíðu fyrirtækisins. Skemmtunin er sögð tilvalin fyrir fjölskyldur, ættarmót, starfsmannahópa, saumaklúbba, pör og einstaklinga.

Fimm Ziplínur eru í leiðangrinum niður Glerárgil.

Sambíó

UMMÆLI