Í gær, fimmtudaginn 7. júlí , hófst fyrsti hluti málningarvinnu vegna listaverks í göngugötunni í miðbænum. Það eru fulltrúar frá Kaktus og Rösk sem sjá um hönnun og framkvæmd. Þetta kemur fram á vef bæjarins.
Göngugatan er að venju lokuð frá klukkan 11-19 í júlí en að vegna málningarvinnunnar verður að þessu sinni lokað til kl. 8 föstudaginn 8. júlí.
Aðkoma fyrir fatlaða að göngugötunni er að norðan, frá Brekkugötu.