Körfuboltastjarnan Lebron James var á Íslandi í júní og heimsótti meðal annars Skagafjörð. James fór í siglingu og skoðaði Drangey í Skagafirði með Drangey Tours.
„Það er aldrei slæmt að fá góða gesti. Markaðsstofa Norðurlands þakkar LeBron James kærlega fyrir komuna og vonar að hann hafi notið ferðarinnar til Drangeyjar,“ segir á Facebook síðu Markaðsstofu Norðurlands í dag.
Fyrirtækið Drangey Tours birti myndir af Lebron James ásamt Helga Rafni Viggóssyni, fyrirliða körfuboltaliðs Tindastóls á Facebook.
UMMÆLI