Mannfólkið breytist í slím á Akureyri í júlí

Mannfólkið breytist í slím á Akureyri í júlí

Tónlistarhátíðin Mannfólkið breytist í slím fer fram í fimmta sinn 22. og 23. júlí. Það er listakollektívið MBS sem stendur að hátíðinni en verkefnið hefur vaxið ört síðan því var fyrst ýtt úr vör árið 2018. Hingað til hafa tónleikarnir farið fram í og við höfuðstöðvar MBS í Gúlaginu á Oddeyri en í ár verður breyting þar á því aðaltónleikar Mannfólkið breytist í slím 2022 verða haldnir í stærðarinnar iðnaðarrými að Óseyri 16. Samhliða tónleikunum verður sýning í Kaktus í Listagilinu og upphitunartónleikar verða haldnir í Gúlaginu fyrir aðalviðburðinn á Óseyri.

Markmið hátíðarinnar er að gefa jaðarkúltúr aukið vægi í flóru menningarviðburða á Akureyri og tengja tónlistarsenu bæjarins betur við aðra landshluta. Að auki hefur alltaf verið farin sú leið að halda Mannfólkið breytist í slím utan hefðbundinna tónleikastaða sem skapar einstaka stemningu og skemmtilegri minningar fyrir bæði gesti og listafólk. Sérstök áhersla er einnig lögð á fjölbreytileika atriða en fram kemur skrautleg flóra tónlistarfólks frá öllum heimshornum.
 

Atriði á Mannfólkið breytist í slím 2022:

ANNA RICHARDSDÓTTIR
ARI ORRASON
BRENNDU BANANARNIR
DIMENSIÓN AFROLATINA
DJ FLUGVÉL OG GEIMSKIP
DREAM THE NAME
DRENGURINN FENGURINN
DRINNI & THE DANGEROUS THOUGHTS
ELLI GRILL
MIOMANTIS
KJASS
RAGGA RIX
SKRATTAR
SVARTÞOKA
VOLCANOVA

Sem fyrr er það MBS sönn ánægja að geta boðið upp á jafn stóra dagskrá áhorfendum að kostnaðarlausu en tekið er við frjálsum framlögum sem renna beint í að styðja verkefnið og tryggja framtíð þess. Þannig ráða gestir hvort og hversu mikið þeir vilja greiða í aðgangseyri.

Frekari upplýsingar er að vinna í eftirfarandi hlekkjum:

MBS á samfélagsmiðlum:
instagram.com/mbsskifur
facebook.com/mbsskifur

Viðburður á facebook:
https://fb.me/e/3vHnvPWL4

Sambíó
Sambíó